top of page
Greinar


Rithöfundasambandið fer fram á að höfundaréttur sé virtur í Húsó
Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) sendi útvarpsstjóra RÚV og framleiðslufyrirtækinu Glassriver bréf 17. nóvember þar sem RSÍ áréttar að skortur á nafnbirtingu brjóti í bága við höfunda- og sæmdarrétt og fer fram á að nafn mitt og dulnefni birtist í öllu samhengi þar sem Húsó er sýnt, tilnefnt eða fjallað um það. Ekkert svar hefur borist. Glassriver hefur viðurkennt í skriflegum samskiptum að rétt höfundakredit/nafnbirting (creator og writer, undir nafni ásamt dulnefni) er fram

Dóra Jó
Dec 91 min read


Strokuð út úr eigin sögu
Hvernig lítur það út að vera strokuð út úr eigin sögu? Úr bókinni „Úr húsmæðraskóla í útlegð – Bak við tjöldin í íslenska kvikmyndabransanum“: Í janúar 2025 voru leikstjóri Húsó og meðhöfundur okkar tilnefnd til Nordic Series Script Awards. Lögmaður minn sendi beiðni til Glassriver um að mér yrði bætt við tilnefninguna og boðið á Gothenburg Film Festival þar sem verðlaunin eru afhent af Nordisk Film & TV Fund. Þeirri beiðni var hafnað. Í erlendum viðtölum er hvergi minnst á m

Dóra Jó
Dec 91 min read


Hvernig lítur þöggunarsamningur út?
Úr bókinni „ Úr húsmæðraskóla í útlegð – Bak við tjöldin í íslenska kvikmyndabransanum “ : Hér er ekki fjallað um ósætti eða persónulegar deilur, heldur grundvallarréttindi sem varða almannahagsmuni: höfundarrétt, tjáningarfrelsi, ábyrgð í ríkisstyrktum verkefnum og traust til opinberra stofnana. Tökum á Húsó var flýtt án minnar vitundar þegar ég var í sjúkraleyfi og ég var útilokuð frá verkefninu án fyrirvara vorið 2023. Frá þeim tíma hef ég staðið í stöðugri baráttu fyrir þ

Dóra Jó
Dec 91 min read


Réttlæti fylgir fjármagni
Er það réttlæti ef það kostar meira að sækja mál en fæst fyrir að fá viðurkenndan rétt fyrir dómstólum? Gjafsókn er fjárhagslegur stuðningur ríkisins við einstaklinga sem ekki hafa bolmagn til að reka dómsmál. Skilyrði fyrir slíkum stuðningi eru að mál hafi almennt gildi eða fordæmisgildi, eða að fjárhagur umsækjanda sé svo veikur að hann geti ekki sótt rétt sinn án aðstoðar (Alþingi). Lögmaður minn sendi gjafsóknarbeiðni til dómsmálaráðuneytisins vegna málsóknar sem laut að

Dóra Jó
Nov 93 min read


Dulið einelti og þöggun í listum
Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Einelti er ekki alltaf sýnilegt eða skipul agt. Það á sér stað meðal fullorðinna ekki síður en unglinga eða barna og getur haft djúpstæð áhrif á fólk á öllum aldri. Dulið einelti, einnig kallað óbeint eða andlegt einelti, getur verið svo falið að þolandi á erfitt með að skilgreina það eða lýsa því fyrir öðrum. Fólk sem tjáir sig um ofbeldi, misrétti eða spillingu upplifir oft félagslega útskúfun og skert tækifæri eftir að

Dóra Jó
Nov 83 min read


Eftir Íslensku sjónvarpsverðlaunin
Sjónvarpsserían Húsó var sigursæl á fyrstu Íslensku sjónvarpsverðlaununum og vann m.a. fyrir besta handrit og besta leikna sjónvarpsefnið fyrir árið 2024. „...en kannski eitt það sérstakasta við þessi sjónvarpsverðlaun er það að, hvað... þau verða ekki í sjónvarpinu?“ – Símon Birgisson ( Menningarvaktin, podkast). Ljósakrónan á myndinni er eins og Disney-prinsessu kóróna! Ég er afar þakklát fyrir viðurk

Dóra Jó
Nov 61 min read


Um dulnefni, höfundarrétt og ríkisstyrkt vandamál
Þrátt fyrir að vera þakklát fyrir viðurkenninguna, hamingjuóskirnar og stolt af minni vinnu, er mér mikilvægast að varpa ljósi á þau kerfislægu vandamál sem liggja að baki Húsó , bæði fyrir og eftir tökur. Á tímum gervigreindar og upplýsingaóreiðu, þegar tjáningarfrelsi er allt í einu ekki lengur sjálfsagt, er vernd höfundaréttar mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Svo virðist einnig sem ekki allir hlutaðeigandi í Húsó hafi fengið réttar upplýsingar. Í 4. gr. höfundaréttarlaga

Dóra Jó
Nov 16 min read


Fíkn verður ekki til í tómarúmi
Í tilefni þess að Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða afhent í kvöld, langar mig að deila texta úr ritlistarnáminu mínu sem fjallaði m.a. um þættina Húsó, verkefni sem byggði á minni eigin reynslu sem nemandi í skólanum eftir að ég kom úr meðferð. Það skiptir mig máli að varpa ljósi á kerfislægan vanda sem snertir okkur öll á einhvern hátt og leggja jafnframt áherslu á mikilvægi þess að gefa jaðarsettum röddum pláss og segja sögur um bata. Markmið mitt með Húsó var að segja já

Dóra Jó
Oct 304 min read


Við þurfum öll fyrirmyndir. Þær sýna okkur hvað er mögulegt
Í tilefni Íslensku sjónvarpsverðlaunanna sem verða afhent í næstu viku deili ég textabrotum úr sjálfsævisögulegum ritgerðum sem ég skrifaði í meistaranámi mínu í ritlist og mæli um leið með bókinni „Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu“ sem kom út í fyrra eftir Kristíni Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur. Rannsóknir sýna að kvikmyndaiðnaðurinn hefur djúpstæð áhrif á viðhorf og sjálfsmynd fólks. Það er ekki síst úr sjónvarpi og kvikmyndum sem fyrirmyndir eru fengnar. Þ

Dóra Jó
Oct 284 min read


Allt er breytingum háð
Skilaboðin sem við höfum alist upp við í vestrænu samfélagi eru oft þau að það sé óæskilegt að eldast. Fólk reynir frekar að koma í veg fyrir og hylma yfir þá óhjákvæmilegu staðreynd, í stað þess að horfast í augu við fegurðina sem felst í hringrás lífsins. Oftar en ekki er litið framhjá elstu kynslóðinni, eða talað um hana sem vandamál, þegar hún mætti frekar vera í hávegum höfð innan samfélagsins. Ég mæli mikið með þessari frábæru heimildamynd eftir Yrsu Roca Fannberg sem s

Dóra Jó
Oct 283 min read


Húsmæðraskólagenginn höfundur útskrifast í kvennaverkfalli
Blendnar tilfinningar fylgja þeirri táknrænu tilviljun að brautskráning mín úr meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands skuli bera upp á sama dag og kvennaverkfallið. Í ritlistarnáminu, sem hefur verið mér innblástur, næring og skjól síðustu árin, hef ég skrifað mikið um jafnréttismál, kynbundið ofbeldi, áhrifin sem sögurnar í menningunni okkar hafa og höfundarétt. Ég skrifaði m.a. þættina Húsó sem einstaklingsverkefni í náminu, en í vikunni var tilkynnt að serían fékk fle

Dóra Jó
Oct 286 min read
Skráðu þig á póstlista
bottom of page