top of page
Search

Hvernig lítur þöggunarsamningur út?

Hér er ekki fjallað um ósætti eða persónulegar deilur, heldur grundvallarréttindi sem varða almannahagsmuni: höfundarrétt, tjáningarfrelsi, ábyrgð í ríkisstyrktum verkefnum og traust til opinberra stofnana.

Tökum á Húsó var flýtt án minnar vitundar þegar ég var í sjúkraleyfi og ég var útilokuð frá verkefninu án fyrirvara vorið 2023. Frá þeim tíma hef ég staðið í stöðugri baráttu fyrir því að fá höfundarétt minn virtan, réttmætt kredit og greiðslur fyrir vinnu mína og framlag sem einn höfunda og upphafsmanneskja verkefnisins.


Lögfræðikostnaður vegna málsins er nú kominn yfir tvær milljónir króna.


Sáttaviðræður fyrir og eftir frumsýningu þáttanna hafa ítrekað strandað á víðtæku og íþyngjandi trúnaðarákvæði sem myndi takmarka tjáningarfrelsi mitt sem höfundur, langt umfram það sem ég tel sanngjarnt.


ree

Þetta ákvæði bannar alla tjáningu sem „gæti skaðað orðspor“ aðila tengdu verkefninu og einstaklinga sem tengjast þeim, sem er afar opið og matskennt. Það gæti því haft fjárhagslegar afleiðingar fyrir mig ef það fréttist að ég hafi rætt eigin reynslu af verkefninu (sem byggir á mínu eigin lífi), jafnvel í einkasamtali við fjölskyldu eða fagaðila.


Þetta er þöggunarákvæði, ekki eðlilegt trúnaðarákvæði.

Til samanburðar er hér dæmi um hefðbundið trúnaðarákvæði úr höfundasamningi sem ég hef áður undirritað og er samkvæmt viðmiðum samninga í menningar- og listgreinum, og ég hefði ekki mótmælt:


„Aðilarnir eru bundnir trúnaði og þagnarskyldu um efnisatriði samkomulags þessa og ennfremur um öll viðskipti þeirra sem samninginn varða“.




 
 
 

Comments


bottom of page