
Sjálfsævisöguleg fræðifrásögn
Hvað gerist þegar höfundur, leikstjóri og leikkona krefst gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir lögbundnum höfundarétti í verkefnum sem eru að stórum hluta eða öllu leyti fjármögnuð með almannafé?
Verkið byggir á eigin reynslu höfundar úr íslenska kvikmyndabransanum, með sérstakri áherslu á atburðarásina í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022.
Með hliðsjón af tölulegum gögnum, fræðilegum kenningum, dagsettum gögnum og öðrum heimildum er sýnt fram á að hér er ekki um einstök frávik að ræða heldur kerfislæg mynstur sem móta vald, aðgang að fjármunum og það hverjir fá rödd og hverjir eru útilokaðir í íslenskri menningu.
1. útgáfa.
Rafrænt PDF skjal, niðurhal strax eftir kaup.
Ath: LYKILORÐ TIL AÐ OPNA PDF má sjá á skilaboðum sem birtast kaupendum á staðfestingarsíðu eftir að kaupum er lokið. Ef eitthvað klikkar sendið tölvupóst á djok@djok.is fyrir nýjan hlekk.
Almennt verð: 3.990 kr
Stuðningsverð: 5.990 kr
-styður lögfræðikostnað og handritaskrif