top of page
Search

Rithöfundasambandið fer fram á að höfundaréttur sé virtur í Húsó

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) sendi útvarpsstjóra RÚV og framleiðslufyrirtækinu Glassriver bréf 17. nóvember þar sem RSÍ áréttar að skortur á nafnbirtingu brjóti í bága við höfunda- og sæmdarrétt og fer fram á að nafn mitt og dulnefni birtist í öllu samhengi þar sem Húsó er sýnt, tilnefnt eða fjallað um það.


ree

Ekkert svar hefur borist.


Glassriver hefur viðurkennt í skriflegum samskiptum að rétt höfundakredit/nafnbirting (creator og writer, undir nafni ásamt dulnefni) er framkvæmanleg leiðrétting. Ég hef ekki getað samþykkt samningsdrög sem bundu leiðréttingu við íþyngjandi þöggunarákvæði og ákvæði um að samkomulagið væri gert „án skyldu“. Nafngreiningarréttur er þó óháður slíkum samningsatriðum.


RÚV sem helsti fjármögnunaraðili og birtingaraðili, og Glassriver sem framleiðandi, bera skyldu til að virða höfundarrétt, óháð því hvort samkomulag náist.


Ég krefst þess að RÚV og Glassriver leiðrétti höfundakredit/nafnbirtingu opinberlega og alls staðar þar sem rangt eða ófullnægjandi kredit hefur birst (á ruv.is og í erlendri umfjöllun, tilnefningum og gagnagrunnum), án tafar.


Þetta er lögbundinn réttur minn sem upphafsmanneskja og einn höfunda Húsó.


Ég á ekki að þurfa að fara í langdregið og kostnaðarsamt dómsmál til að fá virt lágmarksréttindi í ríkisstyrktum verkefnum.


Ég er búin að berjast í yfir tvö ár og vil gjarnan geta nýtt orku mína og fjármuni í eitthvað uppbyggilegra.



 
 
 

Comments


bottom of page