top of page
Search

Strokuð út úr eigin sögu

Hvernig lítur það út að vera strokuð út úr eigin sögu?


ree

Úr bókinni „Úr húsmæðraskóla í útlegð – Bak við tjöldin í íslenska kvikmyndabransanum“:


Í janúar 2025 voru leikstjóri Húsó og meðhöfundur okkar tilnefnd til Nordic Series Script Awards.


Lögmaður minn sendi beiðni til Glassriver um að mér yrði bætt við tilnefninguna og boðið á Gothenburg Film Festival þar sem verðlaunin eru afhent af Nordisk Film & TV Fund.


Þeirri beiðni var hafnað.


Í erlendum viðtölum er hvergi minnst á mína aðkomu að verkefninu.


ree

Samkvæmt dagsettum gögnum sem ég hef undir höndum hafði ég frumkvæði að verkefninu frá upphafi, vann í tvö ár að þróun og skrifum seríunnar, sem að stórum hluta byggði á minni reynslu, og fékk grænt ljós á fundi með þáverandi dagskrárstjóra RÚV.


Samkvæmt þessum gögnum voru helstu hugmyndir seríunnar, persónur, sambönd þeirra, söguþræðir, senur og fjölmörg smáatriði mótuð í minni vinnu og vinnu minni í höfundateyminu.


Sjá greiningu á 1. þætti af Húsó með vísan í dagsett gögn hér.


ree

Mér er ómögulegt að nýta Húsó í ferilskrá minni, þar sem mín er ekki getið sem höfundar í erlendum tilnefningum eða fjölmiðlaumfjöllun.


Þetta ósamræmi getur vakið tortryggni hjá erlendum samstarfsaðilum og skerðir beint raunveruleg atvinnu- og tekjutækifæri í bransa sem byggir að miklu leyti á alþjóðlegu tengslaneti og samstarfi.


RÚV og framleiðendum ber að virða samnings- og lögbundinn höfundarétt.


Það á ekki að vera á minni ábyrgð einni að krefjast virðingar fyrir lágmarks lögbundnum réttindum í ríkisstyrktum verkefnum.




 
 
 

Comments


bottom of page