JÁ OG..



DÓRA
JÓHANNSDÓTTIR
stofnandi Improv Ísland og Improv Skólans
kynnir verkfæri spunans sem
nýtast hverjum sem er
í lífi og starfi

UMSAGNIR
Dóra hélt improv vinnustofu fyrir Kerecis teymið þegar við vorum enn á sprotastigi. Sprotafyrirtæki þurfa að takast á við áskoranir sem virðast ómögulegar i upphafi og var þvi hjálplegt að læra um “Já og..” til þess að taka nýjum hugmyndum og áskorunum með opnum örmum i stað þess að sjá bara vandamál.
Guðmundur Fertram
stofnandi Kerecis
Opnaði fyrir okkur nýjar og skemmtilegar leiðir til að byggja samstarf á hugmyndaauðgi og trausti. Það var ekki bara þrælskemmtilegt heldur fengum við haldbær verkfæri í vinnudaginn.
Birna Þórarinsdóttir
framkvæmda-stjóri UNICEF

Bráðskemmtileg fróðleikskorn og myndbönd um það hvernig spunafræðin nýtast í gjöfult samstarf á milli ólíkra hópa fólks sem er ekki endilega vant að starfa saman.
Hlátur, gleði og sköpunarkraftur einkenndi innleggið.
Hrund Gunnsteins-dóttir
Framkvæmda-stjóri Festu

Vinnustofan fór langt fram úr væntingum. Dóra kom efninu frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt. Æfingarnar voru frábærar, þær fengu teymið til að hugsa öðruvísi og höfðu jákvæð og uppbyggjandi áhrif á samskipti innan teymisins – við höfum oft notað “já og” í okkar samtölum eftir vinnustofuna.
Anna Regína Björnsdóttir
forstjóri Coca Cola Europacific Partners
Dóra er frábær fyrirlesari, skýr og kraftmikil. Vinnustofan var mjög fagleg og skemmtileg og náði hún að skapa traust og jákvætt andrúmsloft þar sem fólk var óhrætt að taka þátt í umræðum og æfingum.
Við mælum hiklaust með að fá Dóru inn á vinnustaðinn til að leiða vinnustofu til að hrista hópinn saman og gefa hópnum verkfæri í hendurnar til að nýta sköpunargleðina í starfi.
Vala Jónsdóttir
Chief of People and Communications - Carbfix

Í spuna
finnast verðmæt tól
sem allir geta nýtt sér
til að auka hlustun,
jákvæð samskipti,
sköpunarkraft
og samvinnu
í lífi og starfi.
-
Fyrir allar stærðir hópa
(5-1500 manns)
-
Á íslensku eða ensku
-
Á netinu eða á staðnum
Erindi: Frá 10-120 mínútum
(60 mínútur vinsælast)
Vinnustofur: 1-3 klukkutímar
1-8 skipti
(eftir samkomulagi)
Fyrir bókanir og fyrirspurnir djok@djok.is










