top of page

FYRIRLESTUR
VINNUSTOFUR

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins 2022 og stofnandi Improv Ísland, flytur erindi um hugmyndafræði spunans. Þar finnast verðmæt tól sem allir geta nýtt sér til að auka hlustun, jákvæð samskipti, sköpunarkraft og samvinnu í lífi og starfi. ​
Að loknum fyrirlestri er möguleiki á að þáttakendur geri auðveldar æfingar sín á milli úr sætum sínum.

Frá 10-120 mínútum (60 min vinsælast).
Vinnustofur geta verið nokkur skipti. 

​Á netinu eða á staðnum. 
​Á íslensku eða ensku.

Fyrir allar stærðir hópa. 5-500 manns.

​​

Frekari upplýsingar og bókanir á djok@djok.is

​,,Já og.. hlustun og hugmyndavinna"

,,Lífið er spuni!"

UMSAGNIR

Guðmundur Fertram

stofnandi Kerecis

„Dóra hélt improv vinnustofu fyrir Kerecis teymið þegar við vorum enn á sprotastigi. Sprotafyrirtæki þurfa að takast á við áskoranir sem virðast ómögulegar i upphafi og var þvi hjálplegt að læra um “Já og..” til þess að taka nýjum hugmyndum og áskorunum með opnum örmum i stað þess að sjá bara vandamál.”

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF

,,Opnaði fyrir okkur nýjar og skemmtilegar leiðir til að byggja samstarf á hugmyndaauðgi og trausti. Það var ekki bara þrælskemmtilegt heldur fengum við haldbær verkfæri í vinnudaginn."

Hrund Gunnsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri Festu

,,Bráðskemmtileg fróðleikskorn og myndbönd um það hvernig spunafræðin nýtast í gjöfult samstarf á milli ólíkra hópa fólks sem er ekki endilega vant að starfa saman.

Hlátur, gleði og sköpunarkraftur einkenndi innleggið.“

Anna Regína Björnsdóttir

forstjóri Coca Cola Europacific Partners

„Vinnustofan fór langt fram úr væntingum. Dóra kom efninu frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt. Æfingarnar voru frábærar, þær fengu teymið til að hugsa öðruvísi og höfðu jákvæð og uppbyggjandi áhrif á samskipti innan teymisins – við höfum oft notað “já og” í okkar samtölum eftir vinnustofuna.“

Screenshot 2024-01-31 at 18_edited_edite

Smellið hér til að hlusta á útvarpsþátt á 

 í umsjón Dóru Jóhannsdóttur

Kúrs- Lífið er spuni - það er ekkert handrit

 BÓKANIR

bottom of page