
Dóra er leikkona, leikstjóri, höfundur, framleiðandi og fyrirlesari.
Hún útskrifaðist af leiklistarbraut LHÍ 2006 og lærði spuna (e. improv) og sketsa-skrif í UCB NY og The Second City í Chicago. Hún er stofnandi Improv Ísland og Improv skólans.
Dóra var „creator“ og einn höfunda sjónvarpsseríunnar „Húsó“ (e. „The School of Housewives“), Húsó (undir dulnefninu „Hekla Hólm“). Serían var tilnefnd til Nordic Series Script Award árið 2025.
Hún hefur tekið þátt í að framleiða, skrifa og leikstýra auglýsingum og herferðum fyrir m.a. Dag Rauða nefsins -fjáröflun fyrir Unicef, Virk, Geysi og Málbjörg.
Dóra var einn höfunda "Stellu Blómkvist 2," sem var tilnefnt til Eddunnar fyrir besta handrit.
Dóra var yfir-handritshöfundur Áramótaskaupsins 2017 og 2019 og leikstýrði því árið 2022 þegar Skaupið samkvæmt könnun Maskínu bestu viðtökur almennings síðan mælingar hófust.
Hún hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur í yfir 100 fyrirtækjum og stofnunum um hvernig hugmyndafræði spunans getur nýst hverjum sem er í ýmsum aðstæðum til að auka sköpunarkraft, bæta samvinnu og samskipti.
Dóra stofnaði framleiðslufyrirtækið Djók Productions árið 2023.